Flanerí RVK #1: Ættarmót í Grasagarðinum
Gengið er frá listaverkinu Fyssu við innganginn að grasagarðinum, í hring framhjá Café Flórunni og milli fjölæringa.
• Lengd 27 mínútur • Gangan hentar öllum aldurshópum
Við líðum um og inn á milli gersema Grasagarðsins, lítum upp í trjákrónur og skyggnumst undir yfirborðið. Árstíðirnar taka hver við af annarri í hringrás lífsins og alltaf er eitthvað nýtt og fallegt að sjá.
Hlustendur upplifa persónulegan hljóðheim sem varpar nýju ljósi á það umhverfi sem gengið er í. Frásagnir, viðtöl og lýsingar sveipa Grasagarðinn nýjum blæ og fara með hlustendur í ferðalag á kunnulegar en jafnframt framandi slóðir.
Flanerí RVK er styrkt af Borgarsjóði Reykjavíkur.
Hægt er að hlusta í spilaranum hér að ofan eða á:
• Apple Podcasts • Anchor • Spotify • PocketCasts • Google Podcasts
Á vefnum eru leiðbeiningar um hvað hljóðvapp er og hvernig þú notar það