Flanerí KÓP #3: Ruslarenna minninganna

Gengið er frá bekknum við Héraðsskjalasafnið á Digranesvegi 7 niður í undirgöngin, þaðan liggur leiðin djúpt inn í bílastæðahús og loks út á verslunargötuna.

• Lengd 30 mínútur  • Gangan er ekki ætluð börnum yngri en 12 ára

KORT#3.jpg


Í áttunni og níunni var Hamraborgin miðstöð ungmenna sem hópuðust saman á skiptistöðinni, í undirgöngunum, í hitakompunum í bílakjallaranum. Við opnum inn í ruslarennu minninganna og flönum með Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Birgittu Birgisdóttur um Hamraborgina. Þar hittum við fyrir pönkara og vandræðagemsa, gægjumst inn í félagsmiðstöðina Agnarögn og endurupplifum unglingsárin í allri sinni fegurð og ljótleika. 

Flanerí KÓP eru hljóðgöngur um sögu og samtíma Kópavogs í hlaðvarpsformi.
Flanerí KÓP er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.


Hægt er að hlusta í spilaranum hér að ofan eða á:
Apple PodcastsAnchorSpotifyPocketCastsGoogle Podcasts

Previous
Previous

Flanerí KÓP #4: Sztuka publiczna w Kópavogur

Next
Next

Flanerí KÓP #2: Kársnes sem var