Flanerí KÓP #2: Kársnes sem var
Gengið er í hring frá Borgarholtsbraut 71 niður að sjó, út að Kópavör og aftur í gegnum hverfið um leynistíga og framhjá Stelluróló.
• Lengd 25 mínútur • Gangan hentar 12 ára og eldri
Við bregðum okkur aftur í tímann og þvælumst um Kársnesið þegar þar voru hænsnabú og hermenn, kjörbúðir og krakkar á ísnum. Við heyrum af frumbyggjum og fornum ormum og skyggnumst inn í líf fólks á fimmta, sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hlustendur upplifa persónulegan hljóðheim sem varpar nýju ljósi á það umhverfi sem gengið er í. Frásagnir, viðtöl, umhverfishljóð, staðreyndir og skáldskapur sveipa Kópavog nýjum blæ og fara með hlustendur í ferðalag á kunnuglegar en jafnframt framandi slóðir.
Flanerí KÓP eru hljóðgöngur um sögu og samtíma Kópavogs í hlaðvarpsformi.
Flanerí KÓP er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Hægt er að hlusta í spilaranum hér að ofan eða á:
• Apple Podcasts • Anchor • Spotify • PocketCasts • Google Podcasts