Flanerí KÓP #1: Útilistaverk í Kópavogi

Upphafsstaður göngu er við enda regnbogans, stigans á milli Bókasafns Kópavogs og Salarins. Þaðan er gengið að Sólarslóð Theresu Himmer, undir Borgarholtsbrautina og upp að Kópavogskirkju.

• Lengd 30 mínútur • Gangan hentar 12 ára og eldri

KORT#1.jpg

Á þessu fyrsta hljóðvappi hringsólum við undir og yfir götur, stíga og byggingar. Skoðum útilistaverk í nágrenni menningarhúsanna og veltum fyrir okkur geislum sólarinnar, hreyfingunni í kringum okkur og spyrjum hvort við eigum ekki eitthvað í þessu öllu saman. Hlustendur upplifa persónulegan hljóðheim sem varpar nýju ljósi á það umhverfi sem gengið er í. Frásagnir, viðtöl, umhverfishljóð, staðreyndir og skáldskapur sveipa Kópavog nýjum blæ og fara með hlustendur í ferðalag á kunnuglegar en jafnframt framandi slóðir.

Flanerí KÓP eru hljóðgöngur um sögu og samtíma Kópavogs í hlaðvarpsformi.
Flanerí KÓP er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Hægt er að hlusta í spilaranum hér að ofan eða á:
Apple PodcastsAnchorSpotifyPocketCastsGoogle Podcasts



Previous
Previous

Flanerí KÓP #2: Kársnes sem var